Vegir liggja til allra átta

Picture 058Fjallageitin Sólveig Svavarsdóttir sem er ein af okkar föngulega gönguhóp sendi okkur þessar myndir af sér og sínum en þessar myndir eru teknar í upphitunargöngum þeirra fyrir Laugavegsgönguna miklu sem rennur upp eftir nokkra daga.  Þessar myndir eru teknar á Esjunni, á Húsafelli og Lambafellsklofi nú í lok júní og byrjun júlí. 

Picture 034

Picture 041

Picture 062

Picture 083

Picture 104

Picture 183

Picture 191

Picture 222

Picture 233

 Picture 240

Höfum í huga að enginn er verri þótt hann vökni og þó svo að spáin fyrir helgina sé ekki endilega spennandi í dag þá höfum við fulla trú á því að það eigi eftir að bresta á með blíðu þegar nær dregur.

....já lífið er svo sannarlega yndislegt W00t


Fjallageitur klífa Akrafjallið

Mæting hefur aldrei verið betri innan hópsins en í jónsmessugönguna á Akrafjall sem farin var þriðjudagskvöldið kl. 22:00 frá rótum Akrafjalls.  Hópurinn ákvað að hittast við stórglæsilegt  útibú bankans í Grafarholtinu og hélt síðan þaðan í samfloti.  Gangan upp á Akrafjallið tók um eina klst og hvíldu einhverjir göngugarpar lúgin bein í pottinum í sundlauginni á Akranesi eftir gönguna.  Þar tóku ÍA menn vel á móti okkur með grilluðum pylsum og svala og var það einróma álit allra þeirra sem þátt tóku í þessari göngu að hún hafi verið kostuleg og góð vísbendingin um það sem koma skal í ferðinni okkar á Laugarveginn.  Það eina sem vantaði var í raun Magnús geithafur með gítarinn á bakka sundlaugarinnar og þá hefði pakkinn verið fullkominn.  Pakkinn verður fullkominn í Laugarvegsgöngunni Whistling

Hér koma nokkrar myndir:

Fögur er hlíðin

Á leið á tindinn

On the top of the world

Komnar í brtjósbirtuna

Að undirbú sig fyrir niðurgönguna

við erum söngvasveinar á leiðinni á Laugarveginn

Ætli það verði gott veður á Laugarveginum

að vaða straumharða á

Ísland er land þitt og okkar allra

Það jafnast ekkert á við góða göngu

Þetta tókst og ég enn uppistandandi - vúhú

Síðan eru bara áframhaldandi Esjugöngur - næsta er á morgunn kl. 11:00.  Hist á bílastæðinu - sjáusmt hress Cool


Af Esjuferð um helgina og Akrafjallsferð morgunsins

Það var góður hópur sem lagði leið sína á Esjuna nú um nýliðina helgi.  Veðrið var upp á sitt allra bestasta og stemningin eftir því eins og sjá má greinilega á meðfylgjandi myndum:

IMG_0003

IMG_0004

IMG_0014

IMG_0012

IMG_0027

Á morgunn er það svo bara Halló Akrafjall.  Planið er að hittast á bílastæðinu við Grafarvogsútibúið okkar kl. 21:00 og sameinast þar í bíla enda stanslaust sparnaður í gangi á alla bóga ;)  Lagt verður síðan af stað frá rótum Akrafjalls kl. 22:00 og síðan eru náttúrulega allir hvattir til að að hópast í sundlaugina að göngu lokinni!  Sjáumst hress og kát á morgunn! 


Greiðsla á ferð fyrir föstudaginn 4, júlí

Þátttakendur í gönguferð árins 2008 eru vinsamlegast beðnir um að greiða ferðina fyrir föstudaginn 4. júlí.

Þeir sem greitt hafa staðfestingargjald greiða kr. 23.000 á mann

Þeir sem ekkert hafa greitt nú þegar greiða kr. 28.000 á mann

Reikningsnúmerið er 0101 - 05 - 285360  kt. 210577-5809

Gert er ráð fyrir að ganga frá greiðslum til rútufyrirtækis, gistiaðila, trússara auk fleiri aðila fyrir brottför.

Svo bara höldum við áfram að ganga eins og enginn sé morgundagurinn Grin


Hópurinn á Esjuna alla laugardaga kl. 11:00 fram að Laugarvegsgöngu

Þeir sem mögulega geta komið því við eru hvattir til að hittast á bílastæðinu við Esjuna alla laugardaga fram að Laugarvegsgöngunni.  Þó er ráðlagt að göngugarpar taki sér c.a. 2 vikna frí fyrir hina einnu sönnu göngu þannig að líkaminn sé vel úthvíldur og ólaskaður.

Stefnan er tekin á Akrafjallið í jónsmessugöngu þriðjudaginn 24. júní en gangan er á vegum Íþróttabandalagsins á Akranesi.  Gengið verður á fjallið um kvöldið og eru sundlaugar opnar í kjölfarið eitthvað fram á nótt.  Án efa frábær ganga sem allir ættu að mæta í! Cool 


Skemmtileg ganga á Keili í gærkvöldi

Það voru 6 fjallageitur sem hittust við Höskuldarvellina í gærkvöldi í kringum áttaleytið og var þar gengið til liðs við c.a. 100 manna hóp frá Keflavík.  Veðrið var kjörið til göngu og átti hópurinn frábæra stund saman.  Gangan frá bílastæði upp á Keili og tilbaka tók í heildina c.a. 2,5 klst og það í mjög skemmtilegri og alls ekki erfiðri göngu.   Við hvetjum alla til að ganga þessa leið sem er alls ekki eins erfið og hún lítur út fyrir að vera sér í lagi ef góðir göngustafir eru hafðir við höndina.

Þessi hópur sigraði Keili í gærkvöldi:

Keilishópurinn 28.maí 2008  

Ráðgert er að plana c.a. eina göngu í viku fram að hinni frægu Laugarvegsgöngu í lok júlí!


Tékklisti til viðmiðunar fyrir hinn eina sanna Laugarveg

Göngugeithafurinn Jón Helgi hefur tekið saman tékklista fyrir okkur fyrir Laugarvegsgönguna úr nokkrum listum sem gott er að hafa til viðmiðunar fyrir gönguna okkar nú í sumar.

Listinn skiptist í fjóra flokka:

  • Búnaður fyrir hverja dagsferð:  Hér átt við þann búnað viðeigandi er að hafa með sér í hverja dagsferð fyrir sig
  • Taska í Trúss:  Hér er átt við þann búnað sem við þurfum ekki að hafa með í dagsferðirnar og mega flytjast á milli gististaða með trússurunum okkar
  • Morgunmatur og matur fyrir dagsferðir:  Hver og einn þarf að hugsa um morgunmat fyrir sig og nesti fyrir hverja og eina dagsferð.  Í skjali er að finna tillögur að því sem gott er að hafa með sér annars er mælt með því að fólk borði vel á morgnana og taki svo eitthvað létt en orkuríkt með sér í göngurnar sjálfar.  Kvöldverður er síðan sameiginlegur
  • Dót í sameiginlegri tösku:  Það er óþarfi að allir séu að taka þennan búnað sem talinn er þarna upp með sér og því ákveðið að búa bara til eina sameiginlega tösku fyrir þetta.  Undirbúningshópurinn sér um að setja saman í töskuna.

Búnaður fyrir hverja dagsferð (4 ferðir í heildina)Morgunmatur x3 og matur fyrir dagsferðir x4
Góður og þægilegur dagpoki/bakpokahlíf/plastpoki inní - Max40LFlatkökur/brauð
Góðir og aðlagaðir gönguskór + auka reimarÁlegg/hangikjöt/ostar
2 pör mjúkir göngusokkarSúpur/núðlur/pasta
Nærföt: Ull/Flís/Gerviefni - ekki bómull (geta notast sem náttföt líka)Hrökkbrauð/kex
Flís- eða ullarpeysaÞurrkaðir ávextir
Hlífðarjakki/galli - andandiHarðsoðin egg
Regnjakki/buxur - þunnt og úr gúmmíi (vatnshelt)Kakóbréf/kaffi/te
Húfa og 2pör flís vettlingarBland í poka/súkkulaði/hnetur/rúsínur 4x100gr
StuttbuxurTyggjó/ópal/brjóstsykur/súkkulaðistykki
Lítið handklæðiDót í sameiginlegri tösku
Vaðskór t.d. tevur eða laxapokar eða inniskór með frönskum rennilásSkæri / flísatöng
GöngustafirNaglaklippur
Salernispappír/pappírsvasaklútar í litlum pakningumPlastdiskar/plastglös/plastskálar
Drykkjarbrúsi fyrir vatnVasahnífur
Hitabrúsi / lokið er bollinnSólarvörn
SólglerauguVerkjalyf
MyndavélBólgueyðandi
Taska í Trúss (fyrir jeppa)Hælsærisplástur/plástur
Svefnpoki og lítill koddiGrisja
Nærbuxur - til skiptanaTeygjubindi
Handklæði/sundfötEyrnatappar/buff/LÍ
Aukaföt/kvöldin/á leið í bæinnNál & tvinni
Hnífapör/Steikarhnífur/gaffall/skeiðSótthreinsandi
Tannbursti/tannkremEldspýtur
VarasalviÞvottaklemmur
Sápa/sjampó/greiða/burstiBrjóstsviðatöflur
RakáhöldSameiginlegur kvöldmatur
Salernispappír/pappírsvasaklútar í litlum pakningumVísnahefti fyrir kvöldsöng
Aðrar viðeigandi og nauðsynlegar snyrtivörurGítar

Það er vonandi að þessi listi komi að góðum notum.  Við getum notað sumarið í að undirbúa okkur og verða okkur úti um réttu græjurnar sem jafnvel einhverjir og kannski allir eiga til staðar nú þegar. 

Mælum þó ekki með því að nestið verði smurt fyrr en nær dregur :)  NJÓTIÐ :)

 


Ganga á Keili miðvikudaginn 28. maí

Stefnan er tekin á Keili annað kvöld eða miðvikudagskvöldið 28. maí og ganga þá til liðs við hóp af Reykjanesinu.  Ferðin er með leiðsögn en kostar þó ekkert :)
Til að komast að Keili er ekið af Reykjanesbraut skemmt vestan við Kúagerði en þar eru mislæg gatnamót Vatnsleysustrandarvegar.  Greiðfært er öllum bílum um Afstapahraun að Höskuldarvöllum en nákvæmlega þar ætlum við að hittast kl. 19:45
Gera má ráð fyrir að þessi ganga taki 2-3 klst og er mælst til þess að hópurinn hafi örlítið nesti með sér þar sem að stoppað verður á leiðinni og Rannveig Garðarsdóttir leiðsögumaður kemur til með að segja okkur aðeins frá svæðinu.
Án efa mjög skemmtileg gönguferð sem allir eru hvattir til að taka þátt í!   Endilega látið vita af þessari ferð í kringum ykkur ef það er einhver sem vill joina en er ekki að fara með okkur yfir Laugarveginn :)  
Sjáumst hress og kát og í rétta göngugírnum Whistling

Gönguferðir á Reykjanesi í sumar

Allar gönguferðirnar hefjast hjá SBK að Grófinni 2-4 þar sem farið verður með rútu.

Gengið er á miðvikudögum og hefjast allar gönguferðirnar kl. 19:00 og kostar 500kr rútufargjald.

Í leiðalýsingu fyrir gönguferðirnar verður tilgreint hvað þær taka langan tíma ásamt erfiðleikastigi. Í hverri gönguferð er tekinn nestispása þar sem sagt verður frá ýmsum fróðleik um nánasta umhverfi.

 

Vert er að benda göngufólki á að allir eru á eigin ábyrgð í gönguferðunum og þurfa því að huga að eigin öryggi.

Nánari upplýsingar má sjá hér:

http://vf.is/resources/files/GonguleidirReykjanesNetid.pdf

Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á eftirfarandi heimasíðum www.hs.is, www.gge.is, www.sbk.is og www.vf.is.


Enn fleiri valkostir sem bjóðast í reglubundunum gönguferðum

Kraftganga,

stundum kallað Öskjuhlíðarhópurinn æfir göngur reglulega tvisvar í viku allt árið um kring. 

Tímatafla fyrir vor og sumar og nánari upplýsingar um Krafgönguhópana má sjá hér: 

http://kraftganga.is


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband