Færsluflokkur: Bloggar

Gönguferðir á Reykjanesi í sumar

Allar gönguferðirnar hefjast hjá SBK að Grófinni 2-4 þar sem farið verður með rútu.

Gengið er á miðvikudögum og hefjast allar gönguferðirnar kl. 19:00 og kostar 500kr rútufargjald.

Í leiðalýsingu fyrir gönguferðirnar verður tilgreint hvað þær taka langan tíma ásamt erfiðleikastigi. Í hverri gönguferð er tekinn nestispása þar sem sagt verður frá ýmsum fróðleik um nánasta umhverfi.

 

Vert er að benda göngufólki á að allir eru á eigin ábyrgð í gönguferðunum og þurfa því að huga að eigin öryggi.

Nánari upplýsingar má sjá hér:

http://vf.is/resources/files/GonguleidirReykjanesNetid.pdf

Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á eftirfarandi heimasíðum www.hs.is, www.gge.is, www.sbk.is og www.vf.is.


Enn fleiri valkostir sem bjóðast í reglubundunum gönguferðum

Kraftganga,

stundum kallað Öskjuhlíðarhópurinn æfir göngur reglulega tvisvar í viku allt árið um kring. 

Tímatafla fyrir vor og sumar og nánari upplýsingar um Krafgönguhópana má sjá hér: 

http://kraftganga.is


Reglulegar gönguferðir fyrir þá sem vilja æfa enn meira

Góð ábending fyrir þá sem vilja stunda reglulegar gönguferðir og æfa enn betur og meira fyrir STÓRU ferðina okkar:    

Útivistarræktin er vettvangur fólks til að hittast og spjalla, ganga saman og vera saman úti í náttúrunni.  Gengið er tvisvar í viku allt árið og þrisvar í viku frá vori og fram á haust.

Á mánudögum kl. 18:00 í Elliðaárdalnum og á fimmtudögum á sama tíma í Öskjuhlíð og Skerjafirði.  Á mánudögum er farið frá Toppstöðinni við Elliðaár og farinn hringur í Elliðaárdalnum. Gengið er upp í gegnum hólmann í ánni og vestan megin við ána upp að Vatnsveitubrú, þar sem farið er austur yfir ána.  Stansað er í nágrenni Árbæjarlaugar og haldið haldið niður með Elliðaánni að austan.  Gönguferðinni lýkur á sama stað og hún hófst rúmri klukkustund fyrr.

Á fimmtudögum er farið kl. 18:00 frá bílastæði við austurenda göngubrúarinnar yfir Kringlumýrarbraut í Fossvogi og gengið vestur með Öskjuhlíð, um Nauthólsvík og út í Skerjafjörð.  Farið er sömu leið til baka og gönguferðin tekur rúma klukkustund eins og á mánudögum.  

Nánari upplýsingar um Útivistarræktina má sjá hér: http://utivist.is/utivist/utivistarraektin/   


Fjallageitur hefja göngur sínar

 Laugavskilti-Thorsm

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjallageiturnar hefja göngur sínar


Hópur góðra vina sem kynnst hafa á vinnustað og undirbýr FERÐINA STÓRU í sumarWizard
Nokkur ævintýri á gönguför eru fyrirhuguð til að hita upp og koma sér í form.

Stefnan er tekin á Þórsmörkina þann 24.júlí í sumar.

Liðka þarf nýju gönguskóna svo engin verði hælsærin til að spilla ánægjunni þegar á hólminn er komið.

skor

 

 

 

 

Fyrsta alvöru æfinga ganga sumarsins verður sem sagt núna á laugardaginn 

 

Ganga í Elliðaárdalnum 

Laugardagurinn 3. maí frá kl. 10:30 - Hópurinn hittist við Árbæjarlaug

Markmið: Að koma sér í gott gönguform í Elliðaárdalnum 

Húsráð: Að klippa táneglurnar niður ef fólk vill á annað borð halda tánöglunum:) 

Gengið niður Elliðaárdalinn;  fyrst Árbæjarmegin niður að stíflu, farið yfir stífluna og haldið áfram Breiðholtsmegin. Farið yfir litlu brúnna yfir í hólmann og niður úr – Yfir Elliðaána á stokkunum hjá veiðihúsi SVFR.

laugavegsganga

 

SÍÐAN HÖLDUM VIÐ UPP Í MÓTI

 

 

hjá stöðvarhúsi Elliðaárvirkjunar á hleðslunni framhjá félagsheimili Orkuveitunnar Árbæjarmegin. Farið verður yfir stífluna stífluna aftur og þaðan beint upp í Hólahverfið í Breiðholtinu  Þaðan er stígurinn fyrir neðan einbýlishúsin í Hólahverfinu genginn í átt að Árbæjarlauginni. 

Farið yfir litlu brúnna og komið að Árbæjarlaug.

swim-capsÞað er síðan aldeilis tilvalið fyrir hressa göngugarpa að enda ferð sína í Árbæjarlauginni og halda svo glaðir heim í helgina.

Sérlegur skipuleggjandi þessarar ferðar er meistari Jón Helgi.Police

Verið er að plana ferðir á Keili, Akrafjall og Esjuna svo eitthvað sé nefnt en þær verða auglýstar um leið og dagsetningar liggja fyrir.

 
Vonumst til að sjá sem flesta :)
Kveðja, Mountaingoats

 

ps. tvísmella þarf á myndir til að stækka þær.  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband