Fjallageitur klífa Akrafjallið

Mæting hefur aldrei verið betri innan hópsins en í jónsmessugönguna á Akrafjall sem farin var þriðjudagskvöldið kl. 22:00 frá rótum Akrafjalls.  Hópurinn ákvað að hittast við stórglæsilegt  útibú bankans í Grafarholtinu og hélt síðan þaðan í samfloti.  Gangan upp á Akrafjallið tók um eina klst og hvíldu einhverjir göngugarpar lúgin bein í pottinum í sundlauginni á Akranesi eftir gönguna.  Þar tóku ÍA menn vel á móti okkur með grilluðum pylsum og svala og var það einróma álit allra þeirra sem þátt tóku í þessari göngu að hún hafi verið kostuleg og góð vísbendingin um það sem koma skal í ferðinni okkar á Laugarveginn.  Það eina sem vantaði var í raun Magnús geithafur með gítarinn á bakka sundlaugarinnar og þá hefði pakkinn verið fullkominn.  Pakkinn verður fullkominn í Laugarvegsgöngunni Whistling

Hér koma nokkrar myndir:

Fögur er hlíðin

Á leið á tindinn

On the top of the world

Komnar í brtjósbirtuna

Að undirbú sig fyrir niðurgönguna

við erum söngvasveinar á leiðinni á Laugarveginn

Ætli það verði gott veður á Laugarveginum

að vaða straumharða á

Ísland er land þitt og okkar allra

Það jafnast ekkert á við góða göngu

Þetta tókst og ég enn uppistandandi - vúhú

Síðan eru bara áframhaldandi Esjugöngur - næsta er á morgunn kl. 11:00.  Hist á bílastæðinu - sjáusmt hress Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband