Færsluflokkur: Íþróttir

Enn fleiri valkostir sem bjóðast í reglubundunum gönguferðum

Kraftganga,

stundum kallað Öskjuhlíðarhópurinn æfir göngur reglulega tvisvar í viku allt árið um kring. 

Tímatafla fyrir vor og sumar og nánari upplýsingar um Krafgönguhópana má sjá hér: 

http://kraftganga.is


Reglulegar gönguferðir fyrir þá sem vilja æfa enn meira

Góð ábending fyrir þá sem vilja stunda reglulegar gönguferðir og æfa enn betur og meira fyrir STÓRU ferðina okkar:    

Útivistarræktin er vettvangur fólks til að hittast og spjalla, ganga saman og vera saman úti í náttúrunni.  Gengið er tvisvar í viku allt árið og þrisvar í viku frá vori og fram á haust.

Á mánudögum kl. 18:00 í Elliðaárdalnum og á fimmtudögum á sama tíma í Öskjuhlíð og Skerjafirði.  Á mánudögum er farið frá Toppstöðinni við Elliðaár og farinn hringur í Elliðaárdalnum. Gengið er upp í gegnum hólmann í ánni og vestan megin við ána upp að Vatnsveitubrú, þar sem farið er austur yfir ána.  Stansað er í nágrenni Árbæjarlaugar og haldið haldið niður með Elliðaánni að austan.  Gönguferðinni lýkur á sama stað og hún hófst rúmri klukkustund fyrr.

Á fimmtudögum er farið kl. 18:00 frá bílastæði við austurenda göngubrúarinnar yfir Kringlumýrarbraut í Fossvogi og gengið vestur með Öskjuhlíð, um Nauthólsvík og út í Skerjafjörð.  Farið er sömu leið til baka og gönguferðin tekur rúma klukkustund eins og á mánudögum.  

Nánari upplýsingar um Útivistarræktina má sjá hér: http://utivist.is/utivist/utivistarraektin/   


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband