Tékklisti til viðmiðunar fyrir hinn eina sanna Laugarveg

Göngugeithafurinn Jón Helgi hefur tekið saman tékklista fyrir okkur fyrir Laugarvegsgönguna úr nokkrum listum sem gott er að hafa til viðmiðunar fyrir gönguna okkar nú í sumar.

Listinn skiptist í fjóra flokka:

  • Búnaður fyrir hverja dagsferð:  Hér átt við þann búnað viðeigandi er að hafa með sér í hverja dagsferð fyrir sig
  • Taska í Trúss:  Hér er átt við þann búnað sem við þurfum ekki að hafa með í dagsferðirnar og mega flytjast á milli gististaða með trússurunum okkar
  • Morgunmatur og matur fyrir dagsferðir:  Hver og einn þarf að hugsa um morgunmat fyrir sig og nesti fyrir hverja og eina dagsferð.  Í skjali er að finna tillögur að því sem gott er að hafa með sér annars er mælt með því að fólk borði vel á morgnana og taki svo eitthvað létt en orkuríkt með sér í göngurnar sjálfar.  Kvöldverður er síðan sameiginlegur
  • Dót í sameiginlegri tösku:  Það er óþarfi að allir séu að taka þennan búnað sem talinn er þarna upp með sér og því ákveðið að búa bara til eina sameiginlega tösku fyrir þetta.  Undirbúningshópurinn sér um að setja saman í töskuna.

Búnaður fyrir hverja dagsferð (4 ferðir í heildina)Morgunmatur x3 og matur fyrir dagsferðir x4
Góður og þægilegur dagpoki/bakpokahlíf/plastpoki inní - Max40LFlatkökur/brauð
Góðir og aðlagaðir gönguskór + auka reimarÁlegg/hangikjöt/ostar
2 pör mjúkir göngusokkarSúpur/núðlur/pasta
Nærföt: Ull/Flís/Gerviefni - ekki bómull (geta notast sem náttföt líka)Hrökkbrauð/kex
Flís- eða ullarpeysaÞurrkaðir ávextir
Hlífðarjakki/galli - andandiHarðsoðin egg
Regnjakki/buxur - þunnt og úr gúmmíi (vatnshelt)Kakóbréf/kaffi/te
Húfa og 2pör flís vettlingarBland í poka/súkkulaði/hnetur/rúsínur 4x100gr
StuttbuxurTyggjó/ópal/brjóstsykur/súkkulaðistykki
Lítið handklæðiDót í sameiginlegri tösku
Vaðskór t.d. tevur eða laxapokar eða inniskór með frönskum rennilásSkæri / flísatöng
GöngustafirNaglaklippur
Salernispappír/pappírsvasaklútar í litlum pakningumPlastdiskar/plastglös/plastskálar
Drykkjarbrúsi fyrir vatnVasahnífur
Hitabrúsi / lokið er bollinnSólarvörn
SólglerauguVerkjalyf
MyndavélBólgueyðandi
Taska í Trúss (fyrir jeppa)Hælsærisplástur/plástur
Svefnpoki og lítill koddiGrisja
Nærbuxur - til skiptanaTeygjubindi
Handklæði/sundfötEyrnatappar/buff/LÍ
Aukaföt/kvöldin/á leið í bæinnNál & tvinni
Hnífapör/Steikarhnífur/gaffall/skeiðSótthreinsandi
Tannbursti/tannkremEldspýtur
VarasalviÞvottaklemmur
Sápa/sjampó/greiða/burstiBrjóstsviðatöflur
RakáhöldSameiginlegur kvöldmatur
Salernispappír/pappírsvasaklútar í litlum pakningumVísnahefti fyrir kvöldsöng
Aðrar viðeigandi og nauðsynlegar snyrtivörurGítar

Það er vonandi að þessi listi komi að góðum notum.  Við getum notað sumarið í að undirbúa okkur og verða okkur úti um réttu græjurnar sem jafnvel einhverjir og kannski allir eiga til staðar nú þegar. 

Mælum þó ekki með því að nestið verði smurt fyrr en nær dregur :)  NJÓTIÐ :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband